lock search
lock search

Ferðatrygging F plús

Ferðatrygging F plús er valkvæð vernd í F plús 2, 3, og 4. Hún gildir í allt að 92 daga þegar ferðast er erlendis, hvar sem er í heiminum.

Fá tilboð

Ferðatrygging í F plús gildir á ferðalagi í 92 samfellda daga frá upphafi ferðar frá Íslandi og aftur til baka. Hægt er að kaupa framlengingu á verndina ef nauðsyn krefur. Trygging gildir einnig ef um nám eða störf er að ræða en aðeins ef þau tengjast viðskiptafundum, ráðstefnum eða bóklegum námskeiðum. Hægt er að tryggja nám og störf erlendis sértaklega.

Sjúkrakostnaður erlendis: Bætir sjúkrakostnað erlendis ásamt ýmsum aukakostnaði sem kann að falla til vegna veikinda. Ekki eru greiddar bætur vegna sjúkdóma, meðferðar eða veikinda sem voru fyrir hendi áður en trygging var tekin, staðfestingargjald greitt eða ferðakostnaður var greiddur.

Slysatrygging í frítíma: Greiðir bætur vegna slysa í frístundum, við heimilisstörf, skólanám eða almennar íþróttaiðkanir.

Bætur eru t.d. greiddar vegna:

 • Andláts
 • Varanlegrar læknisfræðilegrar örorku
 • Tímabundins missis starfsorku

Trygging gildir í allt að 92 daga erlendis. Fyrir námsmenn gildir hún þó í allt að 9 mánuði eftir brottför frá Íslandi.

Ferðarof: Bætir kostnað ef fara þarf fyrr heim. Bætur eru til dæmis greiddar vegna:

 • Alvarleg slyss, skyndilegra veikinda eða andláts náins skyldmennis vátryggðs.
 • Verulegs eignartjóns á heimili eða í einkafyrirtæki vátryggðs.

Samfylgd í neyð: Bætir aukinn kostnað fylgdaraðila vegna alvarlegs slyss, veikinda eða andláts.

Forfallatrygging: Bætir fyrirframgreiddan ferðakostnað vegna ferðar til útlanda þar sem réttur á endurgreiðslu er ekki til staðar. Bætur eru til dæmis greiddar vegna:

 • Alvarleg slyss, skyndilegra veikinda eða andláts.
 • Alvarleg slyss, skyndilegra veikinda eða andláts náins skyldmennis.
 • Verulegs eignartjóns á heimili eða í einkafyrirtæki.

Farangurstrygging: Bætir tjón sem verður á farangri vegna:

 • Bruna
 • Ráns
 • Flutningsslysa
 • Skemmdarverka
 • Týnist alveg í flutningi.
 • Þjófnaðar úr híbýlum, bílum, húsvögnum og bátum.

Farangurstöf: Greiddar eru bætur til að kaupa nauðsynjar ef að farangur skilar sér ekki innan 12 klukkustunda eftir komu erlendis. Aðeins eru greiddar bætur fyrir 16 ára og eldri að því undanskyldu ef börn ferðast án samfylgdar forráðamanns.

Innbúskaskó: Innbúskaskó gildir erlendis í allt að 92 daga ef bæði ferðatrygging og innbúskaskó hafa verið valin inn í trygginguna. Innbúskaskó bætir tjón sem verða vegna skyndilegra, óvæntra og utan aðkomandi atburða.

Hvað er ekki bætt?

 • Ekki eru greiddar bætur vegna sjúkdóma, meðferðar eða veikinda sem voru fyrir hendi áður en trygging var tekin, staðfestingargjald greitt eða ferðakostnaður var greiddur.
 • Læsa þarf híbýlum, bifreiðum, húsvögnum, bátum, loka gluggum og krækja þá aftur þar sem farangur er skilin eftir.
 • Ekki fást greiddar bætur vegna hluta sem týnast, gleymast eða eru skildir eftir á almannafæri.
 • Skemmdir á ferðatöskum eru ekki bættar.
 • Keppni eða æfingu til undirbúnings fyrir keppni í hverskonar íþróttum ef vátryggður hefur náð 16 ára og aldri. Með íþróttum er hér átt við einstaklings- eða liðsíþróttir sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga eða samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í keppni eða æfingum í golfi, götuhjólreiðum, þríþraut, víðavangs- og götuhlaupi. Atriðin hér að ofan eru aðeins dæmi úr bótasviði tryggingarinnar, hægt er að sjá allt bótasviðið í skilmálum tryggingarinnar.

 

Innifalið

Valkvæðar viðbætur


Nánari upplýsingar

Listinn hér að ofan er ekki tæmandi, til að sjá tæmandi lista þarf að skoða skilmála tryggingarinnar.

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því mikilvægt að kynna sér þá vel. Sérstaklega er mikilvægt að kynna sér vel bótasvið tryggingarinnar, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin.Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband

Við vilj­um heyra frá þér

bell

Getum við aðstoðað?

Hafðu sam­band og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur