lock search
lock search

Ferðatrygging F plús

Ferðatrygging F plús er valkvæð vernd í F plús. Hún gildir í allt að 92 daga þegar ferðast er erlendis, hvar sem er í heiminum.

Fá tilboð

Ferðatrygging F plús gildir á ferðalagi í 92 samfellda daga frá upphafi ferða frá Íslandi.

Ferðatrygging F plús innifelur eftirfarandi þætti:

 • Sjúkrakostnað erlendis
 • Slysatryggingu í frítíma (örorkubætur og dagpeninga)
 • Samfylgd í neyð
 • Forfallatryggingu
 • Farangurstryggingu
 • Farangurstöf
 • Innbúskaskó
 • Ábyrgðartryggingu

Hægt er að að kaupa eftirtaldar viðbætur við ferðatryggingu F plús:

 • Viðbótar forfallatryggingu. Ef að verðmæti ferðar er meira en bótafjárhæðir úr F plús.
 • Séráhættur. Ef stundaðar eru áhættusamar tómstundir eða keppt er í íþróttum erlendis. Dæmi um áhættusamar tómstundir eru: Bjargsig, klettaklifur, fjallaklifur, ísklifur. Fjallgöngur af hvaða tegund sem er í yfir 4.000 metra hæð frá sjávarmáli. Köfun með súrefniskút og fríköfun (án súrefnis) á 10 metra dýpi eða dýpra. Loftbelgs-, svifvængja-, dreka-, svif-, fisvélaflug og aðrar sambærilegar athafnir.
 • Framlengingu ferðatryggingar. Ef að ferðast er lengur en 92 daga.

Hvað skal hafa í huga við töku tryggingarinnar?

 • Ekki eru greiddar bætur vegna sjúkdóma, meðferðar eða veikinda sem voru fyrir hendi áður en trygging var tekin, staðfestingargjald greitt eða ferðakostnaður var greiddur.
 • Læsa þarf híbýlum, bifreiðum, húsvögnum, bátum, loka gluggum og krækja þá aftur þar sem farangur er skilin eftir.
 • Ekki fást greiddar bætur vegna hluta sem týnast, gleymast eða eru skildir eftir á almannafæri.
 • Skemmdir á ferðatöskum eru ekki bættar.
 • Trygging gildir ekki fyrir keppni eða æfingu til undirbúnings fyrir keppni í hverskonar íþróttum ef vátryggður hefur náð 16 ára og aldri. Með íþróttum er hér átt við einstaklings- eða liðsíþróttir sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga eða samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í keppni eða æfingum í golfi, götuhjólreiðum, þríþraut, víðavangs- og götuhlaupi.

Atriðin hér að ofan eru aðeins dæmi úr bótasviði tryggingarinnar, hægt er að sjá allt bótasviðið í skilmálum tryggingarinnar.

Innifalið

Valkvæðar viðbætur


Nánari upplýsingar

Listinn hér að ofan er ekki tæmandi, til að sjá tæmandi lista þarf að skoða skilmála tryggingarinnar.

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því mikilvægt að kynna sér þá vel. Sérstaklega er mikilvægt að kynna sér vel bótasvið tryggingarinnar, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin.Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.