Áfallahjálp
Áfallahjálp er innifalin í F plús 2, 3 og 4 samkvæmt skilmálum.
Meðferðin skal hefjast innan 6 vikna frá tjónsatburði og vera lokið innan 6 mánaða. Við greiðum aðeins viðtalskostnað en annar kostnaður svo sem ferðakostnaður er ekki greiddur.
Við mælum með að þú leitir til okkar fyrst til að kanna hvort þú eigir rétt á að fá kostnað vegna áfallahjálpar greiddan.
Áfallahjálp F plús 2, 3 og 4
- Greiðir allt að 4 klukkustunda samtalsmeðferð í kjölfar innbrots, verulegs eignatjóns, ráns eða alvarlegs slyss sem er bótaskylt og greitt úr F plús tryggingu.
Tryggingin greiðir
Kostnað vegna sálfræðiþjónustu þegar tjón er bótaskylt ef:
- Brotist er inn á heimili þitt.
- Heimili þitt verður fyrir verulegu tjóni.
- Hlutum er rænt af þér með líkamlegu ofbeldi eða hótunum um slíkt.
- Þú eða eða fjölskylda þín lendið í alvarlegu slysi.
Tryggingin greiðir ekki
- Kostnað vegna sálfræðiþjónustu vegna atvika sem áttu sér stað áður en tryggingin var tekin.
- Annan kostnað vegna sálfræðiþjónustu svo sem ferðakostnað.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.