Gagnagátt VÍS
Okkur er annt um öryggi gagna þinna. Þú getur afhent okkur persónuupplýsingar með öruggum hætti í gegnum Gagnagátt VÍS. Til þess að nýta Gagnagáttina verður þú að vera með rafræn skilríki.
Í gegnum gagnagáttina getur þú miðlað gögnum til okkar sem varða:
- Heilsufarsupplýsingar vegna kaupa á líf- og heilsutryggingum.
- Heilsufarsupplýsingar sem tengjast líf- og heilsutjónum einstaklinga, s.s. gögn vegna slysa, veikinda eða andláts.
Heilsufarsupplýsingar teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga og ber okkur að tryggja öryggi slíkra upplýsinga sérstaklega. Sjá nánar Reglur VÍS um vinnslu persónuupplýsinga.