Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 15.05.2024

Ferðavagnarnir mættir

Sumarið er tími ferðavagna. Ef þú ætlar að vera með þinn á ferðinni í sumar þá hvetjum við þig til að kíkja á eftirfarandi atriði og vera viss um að allt sé í standi.

Hugum að eftirvagninum
  • Lögbundin skoðun
  • Ökumaður með réttindi til að draga vagninn og bíllinn vagninn
  • Virkir gas- og reykskynjar
  • Yfirfarið slökkvitæki og eldvarnateppi
  • Gaskútur og tengingar
  • Þjófavörn fyrir dráttarbeislið
  • Dekk og loftþrýstur
  • Hliðarspeglar eða myndavélar
  • Öryggisvír dráttarbeislis
  • Ekki of mikill farangur í vagninn
  • Læsa vagni og láta verðmæti ekki sjást utanfrá
  • Veðurspár og vindafar
  • Bílbelti og hnakkastuðningur
  • Umferðahraði
  • Skorða farangur
  • Úthvíldur ökumaður með alla athygli við aksturinn

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér afslætti á öryggisvörum hjá samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu og ef vantar nánari upplýsingar um öryggi ferðavagna þá er þær að finna hér.