Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 19.01.2023

Asahláka á landinu

Asahláka verður á landinu föstudaginn 20. janúar og viljum við vekja athygli á eftirfarandi:

Viðbrögð við vatnstjóni

  • Ef um neyðartilvik er að ræða hringdu í 112.
  • Ef þú veist ekki hvert þú átt að snúa þér — getur þú hringt í neyðarþjónustu okkar í síma 560 5000. Við erum á vakt allan sólarhringinn og leiðbeinum þér um næstu skref.
  • Reyndu að koma í veg fyrir frekara tjón ef þú hefur möguleika á því.
  • Ef um vatnstjón úr lögnum er að ræða, þarftu að skrúfa fyrir vatnsinntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón.
  • Við mælum með að þú takir myndir af vettvangi.
  • Tilkynntu tjónið til okkar.

Er tjónið bætt?

  • Húseigendatrygging bætir meðal annars tjón vegna asahláku eða skyndilegs úrhellis þar sem vatn streymir frá jörðu og inn í húsnæði.
  • Ef vatn kemur inn í húsnæði frá svölum, þaki, veggjum, þakrennu eða frárennslisleiðum þeirra og veldur tjóni er það því miður ekki bætt.

Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.