Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 27.09.2022

Endurkröfur 2021

Í lögum um ökutækjatryggingar kemur fram að ef ökumaður veldur tjóni af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi skal endurkrefja hann um bætur sem hafa verið greiddar af tryggingafélagi vegna tjónsins.

Endurkröfunefnd, sem skipuð er af fjármála- og efnahagsráðherra, ákveður hvort og hversu mikið eigi að endurkrefja. Nefndin hefur sent frá sér tölur fyrir árið 2021 og samkvæmt þeim voru endurkröfur vá­trygginga­fé­laga á öku­menn vegna tjóns sem þeir ollu af á­setningi eða stór­kost­legu gá­leysi rúm­lega 171 milljónir. Hæsta krafan nam 6,5 milljónum króna en sú næst hæsta 5,9 milljónum. Alls bárust nefndinni 175 mál til úr­skurðar. Af þessum málum sam­þykkti nefndin endur­kröfu að öllu leyti eða að hluta í 158 málum.

Í þeim 80 til­vikum, þar sem mælt var fyrir um endur­kröfu vegna ölvunar, reyndust 75 öku­menn, eða rúm 80 prósent þeirra, vera með svo mikið vín­anda­magn í blóði að þeir töldust með öllu ó­hæfir til að stjórna öku­tækinu.

Öku­menn, sem voru 25 ára og yngri er þeir ollu tjóni, áttu hlut að um 23 prósentum mála á árinu.

Á árinu 2021 voru á­stæður endur­kröfu oftast ölvun eða í 93 til­vikum. Lyfja­á­hrif var næst al­gengasta á­stæða endur­kröfu. Voru þau til­vik 53. Í 12 málum voru öku­menn endur­krafðir vegna öku­réttinda­leysis. Fimm voru krafðir um endur­kröfu vegna ofsa- eða glæfra­aksturs, einn vegna stór­kost­legs gá­leysis, einn vegna brots á var­úðar­reglu og notkunar far­síma, og sex vegna stór­fellds van­búnaðar öku­tækisins eða farms þess.

Nánari upplýsingar um endurkröfuferlið.