Hoppa yfir valmynd

Endurkröfur

Samkvæmt lögum um ökutækjatryggingar ber að tryggja öll skráningarskyld ökutæki með lögboðinni ábyrgðartryggingu. Með tryggingunni er verið að tryggja öryggi og vernd allra vegfarenda.

Lögboðin ábyrgðartrygging samanstendur af:

  • Ábyrgðartryggingu sem bætir tjón sem þú veldur öðrum með notkun ökutækisins sama hvort tjónið er á munum, fólki eða dýrum.
  • Slysatryggingu ökumanns og eiganda sem bætir þitt líkamstjón eða þess sem keyrði bílinn.

Í sömu lögum kemur einnig fram að ef ökumaður veldur tjóni af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi skal endurkrefja hann um bætur sem hafa verið greiddar af tryggingafélagi vegna tjónsins. Endurkröfunefnd sem skipuð er af fjármála- og efnahagsráðherra og getið er í lögum ákveður hvort og þá hversu mikið eigi að endurkrefja.

Hvernig er endurkröfuferlið?

Þegar tryggingafélag hefur lokið við að greiða bætur úr tryggingu ökutækis og fyrir liggur að tjóninu hefur verið valdið af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi, eru öll gögn send til endurkröfunefndar sem tekur málið fyrir. Nefndin óskar alltaf eftir upplýsingum frá ökumanni og veitir honum ákveðinn frest til að skila inn gögnum ef hann óskar þess. Eftir þann tíma úrskurðar nefndin hvort að endurkrefja eigi í málinu og hversu há endurkrafan á að vera.

Ferlið getur tekið nokkur ár, sérstaklega í líkamstjónamálum þar sem uppgjör slíkra tjóna er mun lengra en uppgjör á munatjónum. Það kemur því ökumönnum oft á óvart þegar þeir fá endurkröfu frá tryggingafélaginu löngu eftir að atvikið átti sér stað. Þeir hafa þá jafnvel þegar greitt sekt til hins opinbera vegna málsins, misst bílprófið og jafnvel verið dæmdir til fangelsisvistar. Í sumum tilfellum hafa þeir einnig greitt miskabætur og málskostnað í viðkomandi dómsmáli en sektir og ákvarðanir hins opinbera í málum sem þessum koma ekki til lækkunar á þeim kröfum sem tryggingafélög eiga á þann sem veldur tjóni af stórkostlegu gáleysi eða af ásetningi.

Til að skýra betur út hvernig endurkröfur virka verða rakin nokkur raunveruleg dæmi þar sem ökumenn hafa verið endurkrafðir um bætur vegna refsiverðrar hegðunar í umferðinni.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi endurkröfur.

Hafa samband

Raunveruleg dæmi um endurkröfur bóta

Hraðakstur
Akstur undir áhrifum fíkniefna
Ölvunarakstur
Akstur án ökuréttinda
Gáleysislegur frágangur á farmi

Í umferðarlögum segir að ef ökumaður er valdur að tjóni af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi skal endurkrefja hann um bætur.