Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 17.11.2021

OutSystems velur Ökuvísi sem nýsköpun ársins

Í gær hlaut VÍS alþjóðleg nýsköpunarverðlaun fyrir Ökuvísi — en tæknifyrirtækið OutSystems veitti verðlaunin.

Mörg þekkt alþjóðleg fyrirtæki voru einnig tilnefnd og því er þetta mikil viðurkenning fyrir VÍS. Áður hafa fyrirtæki á borð við Banco Santander, bswift, Certis, Medtronic, New York Life Insurance, Union Bank of the Philippines unnið nýsköpunarverðlaun Outsystems.

VÍS hlaut alþjóðleg nýsköpunarverðlaun fyrir Ökuvísi

Verðlaunað fyrir framúrskarandi nýjungar

OutSystems verðlaunar fyrir framúrskarandi stafrænar tækninýjungar sem byggja á tæknilausnum fyrirtækisins. Veitt eru verðlaun í sjö flokkum en þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunað er fyrir nýsköpun í vöruþróun (e. Product Innovation) — og Ökuvísir varð fyrir valinu! Hann var valinn úr hópi annarra eftirtektarverðra erlendra stafrænna tækninýjunga.

Nálgun sem þykir frumleg og skemmtileg

Ökuvísir hefur vakið athygli fyrir frumlega og nýstárlega nálgun í ökutækjatryggingum. Viðskiptavinum er verðlaunað fyrir lítinn og góðan akstur með lægri iðgjöldum. Viðskiptavinir fá endurgjöf á aksturinn með Ökuvísis appinu — og allt kapp er lagt á að gera upplifunina sem besta. Appið er einfalt í notkun og nýtir hugmyndafræði leikjunar eða leikjavæðingar, sem kallast gamification á ensku, á snjallan og nýstárlegan máta. Þessi nálgun þykir frumleg og skemmtileg.  

Athygli er vakin á því að vöruþróunin á Ökuvísi tók einungis fjóra mánuði en slík vöruþróun tekur oftast mun lengri tíma. Þess ber að geta að mikil áhersla er lögð á nýsköpun hjá VÍS og reglulega eru haldnir stafrænir sprettir þar sem starfsmenn mismunandi deilda eru virkjaðir til þess að leysa fjölbreytt verkefni, fljótt og vel. Samstarfsaðilar VÍS í vöruþróuninni á Ökuvísi voru OutSystems, Deloitte og CMT.

Rökstuðningur fyrir valinu

Í rökstuðningi fyrir valinu kemur fram að Ökuvísir þykir frumleg og djörf nýsköpun — þar sem  iðgjöldin byggjast eingöngu á eknum kílómetrum sem og aksturslagi ─  en hefðbundnar gjaldskrár fyrir ökutækjatryggingar byggja á áhættumati. Áherslan á forvarnir vakti athygli og þótti einnig góð — sem og leikjunin í appinu. Tímalengd verkefnisins vakti líka athygli en afurðin þótti framúrskarandi eftir einungis fjögurra mánaða vöruþróun. Athygli vakti hversu vel hafi tekist til — þrátt fyrir ýmsar áskoranir heimsfaraldursins.

Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar, var að vonum ánægð með verðlaunin: „Þetta er mikil viðurkenning fyrir VÍS og mikill heiður að hljóta þessi nýsköpunarverðlaun! Við erum nú í hópi alþjóðlegra þekktra fyrirtækja sem hlotið hafa þessi verðlaun. Við erum á stafrænni vegferð og ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Ökuvísir er svo sannarlega gott dæmi um hvernig hægt er að hugsa hefðbundnar tryggingar upp á nýtt og gera þær skemmtilegri! Við erum því þakklát fyrir þessa verðlaun — því þau staðfesta að við séum á réttri leið.“

Carlos Alves, framkvæmdastjóri OutSystems, sagði Ökuvísi gott dæmi um djarfa nýsköpun sem varð að veruleika á skömmum tíma: „Við verðum fyrir stöðugum innblæstri af afrekum viðskiptavina okkar og hvernig þeir nota tæknilausnirnar okkar til þess að gera stórkostlega hluti. VÍS og nýjasta útspil þeirra, Ökuvísir, er frábært dæmi um djarfa nýsköpun sem var hrint í framkvæmd á undraverðum hraða! Til hamingju VÍS og samstarfsaðilar með að hafa unnið þessi verðlaun!“

Við erum auðvitað í skýjunum með þessa viðurkenningu! Varstu ekki örugglega búinn að tryggja þér Ökuvísi? Þú getur prófað í tvær vikur án allra skuldbindinga. Einfalt og þægilegt, ekki satt? Smelltu hér til þess að prófa Ökuvísi