Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 14.07.2021

Hversu mikið elskar þú bílinn þinn?

Bjóddu honum betri kaskó ❤️

Við vitum að þú elskar bílinn þinn og vilt aðeins það besta fyrir hann.

Þess vegna höfum við gjörbylt kaskótryggingunni. Hvort sem bíllinn gengur fyrir ⛽ eldsneyti, ⚡ rafmagni eða hvoru tveggja - getur þú slakað á sem aldrei fyrr vitandi að hann er í öruggari höndum hjá okkur.

Jafnvel þótt hestar líti á bílinn þinn sem hoppukastala eða trampólín ákveði að fjúka á hann í logni - þá tryggjum við bílinn þinn.

  • Bætum tjón á undirvögnum, líka rafhlöðu, á flestum vegum landsins.
  • Engin viðbótar eigin áhætta vegna tjóns á rafhlöðu eða undirvagni.
  • Engin viðbótar eigin áhætta vegna vatnstjóns á bundnu slitlagi.
  • Bætir þjófnað á ferðalagi í Evrópu.
  • Engin hámarksfjárhæð á björgunarkostnaði.
  • Borgar aldrei hærri eigin áhættu en þá sem þú valdir.

Þú getur kaskótryggt bílinn þinn með því að fá tilboð eða í Ökuvísi.

⚡ Rafmögnuð kaskó­trygging

Kaskótryggingin tekur núna sérstaklega vel á tjónum á rafbílum. Hvort sem rafhlaða, hleðslusnúra eða bíllinn sjálfur skemmist er hann betur tryggður hjá okkur. Hjá okkur hækkar eigin áhætta ekki þótt tjón verði rafhlöðu, en sum tryggingarfélög hækka töluvert eigin áhættu í slíkum tjónum.

Einfaldari trygging

Við höfum einfaldað trygginguna til muna. Í stað þess að telja upp hvað sé tryggt þá tryggjum við allt nema annað sé sérstaklega tekið fram. Skilmálinn hefur einnig verið einfaldaður og orðalag sett á mannamál.