
Nýsköpunarsjóður VÍS
Samfélagsleg ábyrgð
og sjálfbærni er samofin öllum rekstri fyrirtækisins - því við tökum skyldur okkar gagnvart samfélaginu alvarlega..
Við erum hreyfiafl
- Við styðjum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þar leggjum við áherslu á þá málaflokka sem við getum haft mest áhrif á ─ og eru mikilvægir fyrir kjarnastarfsemi okkar. Við styðjum til dæmis heimsmarkmið númer þrjú sem beinir kastljósi að heilsu og vellíðan.
- Við leggjum sérstaka áherslu á öflugar forvarnir í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, samfélaginu til heilla.
- Stofnaður hefur verið Nýsköpunarsjóður VÍS þar sem við styðjum við nýsköpun og þróun stafrænna forvarnaverkefna.

Nýsköpunarsjóður VÍS
- Úthlutað er einu sinni á ári til verkefna sem falla undir nýsköpun og þróun stafrænna forvarnaverkefna.
- Samtals 10 milljónir til úthlutunar.
- Eitt til fimm verkefni fá úthlutað úr sjóðnum.
- Styrktarnefnd VÍS fer yfir innsendar umsóknir.
- Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi þátta: nýsköpunar, forvarna, stafrænnar nálgunar og sjálfbærni.
- Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2023. Umsóknir á að senda á netfangið nyskopun@vis.is með upplýsingum um verkefnið, kostnað, tímaáætlun og tengilið.
- Úthlutað verður 16. febrúar 2023.
