Hoppa yfir valmynd

Samfélagsstyrkir VÍS

Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni er samofin öllum rekstri VÍS — því við tökum skyldur okkar gagnvart samfélaginu alvarlega.

Styrkþegar 2023

  • Lífið eftir makamissi - Rafrænt níu tíma námskeið sem byggir á bókinni Makamissir þar sem markmiðið er að hjálpa einstaklingi að átta sig á hvað gerist innra með honum þegar hann missir maka, leiða hann í gegnum úrvinnslu sorgar með fræðslu, verkefnum og núvitund.
  • SoGreen - Undirbúningur fyrir vottun kolefniseininga þar sem markmiðið er að framleiða vottaðar kolefniseiningar sem verða nýttar í samstarfi við leiðandi hjálparsamtök í lágtekjuríkjum til að tryggja stúlkum menntun og á sama tíma leiða til verulegs samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Týndu stelpurnar - Alhliða verkfærakista fyrir verkefnið Sara stelpa með ADHD sem samanstendur af barnabók, fræðsluvef fyrir fullorðna, gagnvirkum krakkavef, fræðsluerindum og styrkleikamiðuðum leikjanámskeiðum fyrir stelpur með ADHD (eða grun um ADHD).

Styrkþegar 2022

  • Netspjallið Sjúkt spjall - Spjall á vegum Stígamóta fyrir ungt fólk upp að tvítugu til að ræða vangaveltur sínar um sambönd, samskipti, kynlíf og ofbeldi.
  • Hreyfimyndagerð Karlmennskunnar um jákvæða karlmennsku - Í myndunum fimm er lögð áhersla á að koma hugtakinu jákvæð karlmennska inn í umræðuna sem andsvar við skaðlegri karlmennsku og að normalísera tilfinningar karla og drengja.
  • Reidhjolaskra.is - Þróun á skránni m.a. með innleiðingu á rafrænum skilríkjum, bætingu á leitarvirkni og útliti og öryggisúttekt.