Hoppa yfir valmynd

Húftrygging fiskiskipa yfir 100 brl

Húftrygging fiskiskipa er fyrir fyrirtæki sem nota skip til fiskveiða í atvinnuskyni. Tryggingin bætir ýmis tjón sem verða á skipinu á sjó eða á landi. Þá er bættur kostnaður sem getur fylgt tjónsviðgerð s.s. starfsmanna- og hafnakostnað.

Einnig skaðabótaskylt tjón verði mistök við stjórnun skipsins sem leiðir til áreksturs og skemmda á eigum annarra.

Tryggingin bætir

Önnur tjón en altjón

 • Skemmdir á skipinu vegna skyndilegrar og óvæntrar óhappatilviljunar.
 • Skemmdir sem stafa af því að galli er í efni skipsins, smíða- eða viðgerðargallar sem ekki bætast af viðgerðaraðila.
 • Kostnaðar við björgun, svo og eðlilegan kostnað við ráðstafanir til að varna tjóni.
 • Kostnaðar sem óhjákvæmilega fylgir tjónsviðgerð, þ.e. starfsmannakostnað, slippkostnað, eyðslu í vélum skipsins, hafnargjöld, gæslu, þóknun til skoðunarmanna eftir sem þörf er talin á.
 • Kostnað við förgun muna vegna bótaskylds tjóns.

Bætur í altjóni

 • Tjón ef skip ferst eða verður fyrir svo miklum skemmdum að ekki er hægt að bjarga því eða gera við það eða kostnaður við að bjarga því er hærri en tryggingarfjárhæðin.
 • Tjón ef skip hefur ekki komið þremur mánuðum eftir að síðast spurðist til þess.
 • Tjón ef skip er hernumið eða kyrrsett af erlendu ríki og ekki látinn laus innan sex mánaða.
 • Tjón sem skipið veldur með árekstri og vegna mistaka við stjórnun þess.
 • Kostnað við að fjarlægja flak báts þriðja aðila.

Tryggingin bætir ekki

 • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
 • Tjón á bátnum af öðrum orsökum en talin eru hér að ofan.
 • Tjón sem stafar af fúa, tæringu, sliti eða sambærilegum orsökum.
 • Tjón sem rakið verður til hönnunargalla.
 • Tjón sem verður vegna samsláttar við báta, skip eða hafnarmannvirki.
 • Óbeint tjón, svo sem aflatjón og kostnað sem stafar af töf.
 • Skaðabótakröfur frá starfsmönnum, eiganda eða útgerðarmanns bátsins, né skaðabótakröfur frá eigendum afla né annars sem báturinn flytur.
 • Tjón þriðja manns vegna ábyrgðar þinnar á skemmdum munum eða glataðra muna sem þú hefur til vörslu.
 • Sektir og önnur refsiviðurlög.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.

Aðrar upplýsingar

Skoða fleiri tryggingar

Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.

Ábyrgð­ar­trygging atvinnu­rekstrar

Tryggingin er ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum í þeim tilgangi að bæta tjón þegar skaðabótaábyrgð skapast.

Slysa­trygging laun­þega

Atvinnurekendur eru samkvæmt kjarasamningum skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni. Slysatrygging launþega er sniðin að þörfum atvinnurekenda til að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsfólki sínu.

Slysa­trygging

Slysatrygging er fyrir einyrkja og þá sem eru ekki í stéttarfélagi. Hún er einnig fyrir þá sem eru slysatryggðir en vilja eiga rétt á hærri bótum eða víðtækari vernd.

Sjúkra­trygging

Sjúkratrygging er fyrir þá sem vilja vera vel tryggðir ef þeir fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur.

Lausa­fjár­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign. Má þar nefna vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri.

Víðtæk eigna­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign.

Rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygging

Tryggingin bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.

Lögboðin ábyrgð­ar­trygging ökutækis

Skyldutrygging fyrir öll ökutæki. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.

Kaskó­trygging ökutækis

Kaskótrygging bætir tjón vegna áreksturs, sem þú eða ökumaður á þínum vegum, er ábyrgur fyrir.

Vinnu­véla­trygging

Tryggingin tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Húseig­enda­trygging atvinnu­hús­næðis

Tryggingin veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Víðtæk flutn­ings­trygging

Tryggingin er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.