Hoppa yfir valmynd

Líftrygging

Líftrygging tryggir þínum nánustu fjárhagslegt öryggi ef hið óvænta gerist. Við viljum vera traust bakland í óvissu lífsins og bjóðum upp á frábæra líftryggingu. Fjárhæð tryggingar er greidd út ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.

Líftryggingarbætur eru greiddar út í einu lagi og eru þær skattfrjálsar og verðtryggðar. Það er mikilvægt að fjárhæðin endurspegli skuldbindingar og fjölskylduhagi þína, en ef breytingar verða getur það kallað á endurskoðun tryggingar.

Þú getur sótt um líftryggingu ef þú ert á aldrinum 18 til 62 ára og gildir hún til 75 ára aldurs. Frá 55 ára aldri lækkar líftryggingarfjárhæðin um ákveðið hlutfall árlega en verðið stendur í stað.

Börn þín eru sjálfkrafa líftryggð í gegnum líftrygginguna þína frá fæðingu til 18 ára aldurs. Fjárhæð bóta er tvær milljónir króna fyrir hvert barn.

Ef þú eignast barn getur þú hækkað fjárhæð líftryggingar þinnar um allt að 25% eða að hámarki 5 milljónir króna án þess að fara í sérstakt heilsufarsmat..

Tryggingarfjárhæð greiðist

  • Ef tryggingartaki lætur lífið vegna slyss eða sjúkdóms.
  • Ef börn tryggingartaka, frá fæðingu til 18 ára aldurs, láta lífið vegna slyss eða sjúkdóms.

Tryggingarfjárhæð greiðist ekki

  • Ef tryggingartaki lætur lífið vegna sjálfsvígs sem á sér stað innan eins árs frá því að tryggingin er tekin.
  • Ef andlát barns má rekja beint eða óbeint til ástands barnsins fyrir gildistöku tryggingarinnar.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin. Skilmála sem gilda um tryggingar sem keyptar voru fyrir 2. september 2021 er að finna hér.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.

Aðrar upplýsingar

Skoða fleiri tryggingar

Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.

Ábyrgð­ar­trygging atvinnu­rekstrar

Tryggingin er ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum í þeim tilgangi að bæta tjón þegar skaðabótaábyrgð skapast.

Slysa­trygging laun­þega

Atvinnurekendur eru samkvæmt kjarasamningum skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni. Slysatrygging launþega er sniðin að þörfum atvinnurekenda til að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsfólki sínu.

Slysa­trygging

Slysatrygging er fyrir einyrkja og þá sem eru ekki í stéttarfélagi. Hún er einnig fyrir þá sem eru slysatryggðir en vilja eiga rétt á hærri bótum eða víðtækari vernd.

Sjúkra­trygging

Sjúkratrygging er fyrir þá sem vilja vera vel tryggðir ef þeir fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur.

Lausa­fjár­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign. Má þar nefna vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri.

Víðtæk eigna­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign.

Rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygging

Tryggingin bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.

Lögboðin ábyrgð­ar­trygging ökutækis

Skyldutrygging fyrir öll ökutæki. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.

Kaskó­trygging ökutækis

Kaskótrygging bætir tjón vegna áreksturs, sem þú eða ökumaður á þínum vegum, er ábyrgur fyrir.

Vinnu­véla­trygging

Tryggingin tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Húseig­enda­trygging atvinnu­hús­næðis

Tryggingin veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Víðtæk flutn­ings­trygging

Tryggingin er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.