lock search
lock search

Líftrygging

Tryggðu hag þeirra sem treysta á þig

Fá tilboð

Við andlát sitja ættingjar oft eftir með erfiðar og stundum óviðráðanlegar skuldbindingar. Fjölskyldan missir tekjur sem áður var treyst á. Líftrygging er því nauðsynleg til að tryggja hag þeirra sem treysta á þig. Líftrygging tryggir aðstandendum þínum bætur ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur. Þú ákveður tryggingarfjárhæðina og hver nýtur góðs af henni við fráfall þitt. Bætur eru greiddar út í einu lagi. Líftryggingarbætur eru skattfrjálsar og verðtryggðar.

Hvað er líftrygging?

 • Líftrygging tryggir rétthöfum bætur ef hinn líftryggði fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur. Tryggingartaki ákveður líftryggingarfjárhæð og hverjir fá hana greidda í kjölfar fráfalls hans.
 • Mikilvægt er að líftryggingarfjárhæðin endurspegli þarfir þínar á hverjum tíma. Ef breytingar verða á fjárhagsaðstæðum eða fjölskyldustærð kallar það á endurskoðun tryggingarinnar.

Hvers vegna líftrygging?

Þegar þörfin fyrir líftryggingu er metin er nauðsynlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga:

 • Hef ég fyrir öðrum að sjá?
 • Er ég með húsnæðislán, bílalán, yfirdrátt, skuldabréf eða aðrar skuldir?
 • Er til öryggissjóður fyrir eftirlifandi fjölskyldu vegna tekjumissis?
 • Ber ég fjárskuldbindingar einhvers annars?
 • Bera aðrir fjárskuldbindingar mínar?
 • Hefur þú hugsað út í hversu kostnaðarsamar útfarir eru?

Hverjir geta sótt um?

 • Allir á aldrinum 18-69 ára geta sótt um líftryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs.
 • Börn frá fæðingu til 18 ára aldurs eru sjálfkrafa líftryggð með líftryggingu foreldris. Hámarksbætur eru 1.000.000 kr.
 • Frá 55 ára aldri lækkar líftryggingarfjárhæðin um ákveðið hlutfall árlega en iðgjaldið stendur í stað.

Innifalið

Valkvæðar viðbætur


Nánari upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn og VÍS (Lífís). Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því mikilvægt að kynna sér þá vel. Mikilvægt er að kynna sér bótasvið tryggingarinnar, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin.Þeir sem eru með líftryggingu velja líka

Sjúkdómatrygging

Veitir fjárhagslegt öryggi á meðan þú einbeitir þér að batanum.

Slysatrygging

Bætir líkamstjón sem verða vegna slyss hvort sem það er í vinnu eða frítíma.

F plús tryggingu

Fjórar F plús tryggingar eru í boði þannig að allir ættu að finna það sem hentar þeirra þörfum og óskum um tryggingavernd fyrir fjölskylduna.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.