lock search
lock search

Bílaleigutrygging kreditkorta

Ákveðnum kreditkortum fylgir bílaleigutrygging erlendis, á yfirlitstöflum hér að neðan má sjá hvaða kortum fylgir bílaleigutrygging: 

Hvað tryggingar eru innifaldar í bílaleigutryggingunni?

Kaskótrygging

(Loss Damage Waivier and/or Collision Damage waiver)

Trygging bætir:

 • Skemmdir á ökutækinu sjálfu og eðlilegum aukahlutum þess af völdum eldinga, eldsvoða, sprengingar, árekstrar, áaksturs, veltu og útafaksturs.
 • Einnig eru greiddar bætur vegna þjófnaðar og skemmdarverka á ökutækinu.

Trygging bætir ekki:

 • Ef bíllinn bilar.
 • Ef draga þarf bílinn vegna bilunar.
 • Skemmdir vegna aksturs utan vega.
 • Þjófnað á dekkjum.
 • Kostnað við að leigja sér annan bíl í stað þess sem varð fyrir tjóni.

Hámarksbætur: 50.000 USD.

Eigin áhætta: Eigin áhætta kaskótryggingar kortsins er almennt 25.000 kr. Ef að keypt er kaskótrygging hjá bílaleigunni sem er t.d. með eigin áhættu 150.000 þúsund greiðir trygging kortsins mismuninn eða 125.000. Sumar bílaleigur gera kröfu um að keypt sé kaskótrygging hjá þeim og þá er hægt að taka háa eigin áhættu hjá bílaleigunni og fá mismuninn greiddan úr tryggingu kortsins.

Viðbótarábyrgðartrygging

(Supplementary Liability Insurance)

Trygging bætir:

 • Tjón sem ökumenn valda öðrum. Grunn ábyrgðartrygging þarf að vera til staðar á ökutækinu (Mandatory Liability Insurance) en hún er keypt hjá bílaleigunni sjálfri.
 • Viðbótar ábyrgðartrygging bætir tjón þar sem upphæð tjónsins fer yfir hámarksbætur grunn ábyrgðartryggingar t.d. grunn ábyrgðartrygging er 1.000.000 kr. en tjón er 1.500.000 kr.. Grunn ábyrgð bætir 1.000.000 kr. en viðbótar ábyrgðartrygging 500.000 kr..

Trygging bætir ekki:

 • Ábyrgðartjón ef grunn ábyrgðartrygging er ekki til staðar.

Hámarksbætur: 1.000.000 USD.

Eigin áhætta: Engin

 


Gott að vita:

 • Trygging gildir aðeins fyrir einn bílaleigubíl í einu.
 • Trygging gildir aðeins fyrir leigu á bíl í 31 dag eða skemur.
 • Trygging gildir aðeins ef að korthafi er skráður á bílaleigusamning. Korthafi skal vera skráður sem fyrsti ökumaður. Aðrir ökumenn sem geta fallið undir trygginguna eru maki, sambýlismaki, börn, foreldrar, tengdaforeldrar, systkini, viðskiptavinur og samstarfsmaður.
 • Trygging gildir ekki á Íslandi, Rússlandi, fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna (Eystrasaltsríkin undanskilin), Afríku (Suður-Afríka undanskilin) eða innan dvalarlands korthafa.
 • Trygging tekur ekki til leigu á sérstaklega hraðskreiðum ökutækjum s.s. Aston Martin, Ferrari, Porche, McLaren (sjá nánar í skilmála tryggingarinnar).
 • Eftirtalin ökutæki falla ekki undir þessa tryggingu: vörubílar, dráttarvélar, hvers konar vinnuvélar, tengivagnar, hjólhýsi, bifhjól, reiðhjól með hjálparvél, létt bifhjól, torfærubílar til aksturs utan vega, tómstundafarartæki, húsbílar þyngri en 7,5 tonn, sendiferðabifreiðar og ökutækja með fleirum en 9 sætum.
 • Korthafi leggur sjálfur út fyrir tjóninu og fær síðan endurgreitt við heimkomu ef tjón telst bótaskylt.

 


Ef upp kemur tjón:

Tilkynna þarf tjónið til bílaleigunnar við fyrsta tækifæri. Vinsamlegast fáið upplýsingar um tengilið hjá bílaleigunni erlendis, símanúmer og netfang, ef til þess kemur að hafa þurfi samband vegna tjónsatviks.

Mikilvægt er að tilkynna tjón vegna bílaleigubíla erlendis til VÍS sem allra fyrst eftir að heim er komið, bótaréttur glatast innan árs sé tjón ekki tilkynnt. Hægt er að tilkynna tjón hjá VÍS rafrænt. Korthafa er velkomið að hringja í tjónaþjónustu VÍS í síma (+354)560500 þurfi hann aðstoð við að tilkynna tjónið. Ef um slys á fólki er að ræða skal hafa samband við SOS í síma +(45) 7010 5050.

Þau gögn sem þarf að leggja fram með tilkynningunni:

 • Afrit af leigusamningi.
 • Afrit af tjónstilkynningu ökutækis/ lögregluskýrsla ef við á.
 • Afrit af tjónaskýrslu bílaleigunnar.
 • Staðfestingar á greiðslum vegna tjónsins.
 • Afrit af ökuskírteini ökumanns.
 • Flugmiði eða ferðagögn.
Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.