Breytinga- og hjálpartækjakostnaður í kjölfar slyss
Tryggingin greiðir kostnað vegna nauðsynlegra breytinga á lögheimili og nauðsynlegra hjálpartækja vegna slyss sem veldur læknisfræðilegri örorku samkvæmt frítímaslysatryggingu F plús.
Við greiðslu bóta skal skila inn frumritum kvittana. Á kvittun þarf að koma fram hvaða framkvæmdir voru gerðar á húsnæði og hvers konar hjálpartæki voru keypt.
Breytinga- og hjálpartækjakostnaður í kjölfar slyss er vernd sem er innifalin í F plús 2, 3 og 4 tryggingunum okkar. Þó er munur á bótafjárhæðum eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða. Sjá samanburð á F plús tryggingum.
Tryggingin bætir
- Kostnað vegna nauðsynlegra breytinga á húsnæði tryggingartaka og/eða vegna nauðsynlegra hjálpartækja í kjölfar bótaskylds slyss.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 2-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.