Birgðatrygging
Birgðatrygging er ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum með vörubirgðir. Tryggingin hentar vel þar sem verðmæti birgðanna sveiflast mikið innan ársins. Tryggingin bætir tjón vegna bruna en einnig er hægt að bæta við vernd vegna vatnstjóna, þjófnaðar og ráns, óveðurs, vélarstöðvun kælikerfa, sjálfsíkveikju á heyi og mjöli og leka úr tanki.
Ef tjón á sér stað verður oft mikill kostnaður vegna hreinsunar, förgunar og uppsetningar sem er hægt að tryggja sérstaklega. Tryggingunni fylgir vernd fyrir náttúruhamförum frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Tryggingin bætir
Brunatrygging
- Brunatjón.
- Skyndilegt sótfall.
- Slökkvi- og björgunaraðgerðir til að forðast eða takmarka tjón.
Valfrjáls vernd:
- Vatnstjón vegna leka úr leiðslukerfi, skyndilegt úrhelli og asahláku, leka á olíu eða kælivökva.
- Innbrot og rán.
- Óveðurstjón á munum innanhúss þegar vindur nær 28,5 metrum á sekúndu og hefur rofið þak, glugga eða aðra hluti hússins.
- Tjón á vörum í frysti og kæligeymslum.
- Tjón á vörubirgðum vegna leka úr tanki.
- Tjón vegna sjálfsíkveikju á heyi og mjöli.
Tryggingin bætir ekki
- Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
- Tjón sem verður vegna vinnu með sprengiefni.
- Tjón af völdum sóts eða reyks sem safnast hefur smám saman fyrir við notkun.
- Skemmdir sem verða ef hlutir sviðna eða bráðna ef eldur er ekki laus.
- Vatnstjón vegna utanaðkomandi vatns.
- Tjón af völdum byggingarvinnu eða viðhalds.
- Tjón á birgðum sem voru gallaðar þegar þeim var komið fyrir í geymslu.
Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er einnig innifalin. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.