Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 24.05.2024

Rúðan með stjörnustæla

Það er ansi hvimleitt að fá stein í rúðuna sem skilur eftir sig verksummerki.

Ef skemmdin er ekki stærri en gosflöskutappi og er ekki í sjónlínu ökumanns þá er yfirleitt hægt að gera við hana. Það kostar þig ekkert og er umhverfisvænna en að skipta. Ef þarf að skipta þá þarf þú að greiða 20% af kostnaði.

Til að koma í veg fyrir að vatn og skítur fari í sárið eftir steininn er mikilvægt að setja límmiða yfir. Ef þú átt ekki límmiða þá getur þú pantað hann í VÍS appinu en það er alltaf gott að vera með einn í hanskahólfinu.

Svo er bara að aka rólega út í sumarið. Virða hámarkshraða, draga úr hraða þegar bíl er mætt á malarvegi og passa bilið yfir í næsta bíl.