Öruggir aðventukransar
Mikilvægt er að útbúa aðventukransa og aðrar jólaskreytingar með lifandi kertum á eins öruggan hátt og kostur er. Þannig að sem minnst hætta er á að kvikni í ef t.d. gleymist að slökkva.
Hvað er gott að hafa í huga?
- Hafa tryggar undirstöður undir kertum.
- Láta skraut og greinar ekki liggja upp að kertum.
- Hafa a.m.k. 10 sm á milli kerta.
- Nota kerti þar sem kveikjuþráður nær ekki alla leið niður.
- Velja kerti sem eru ekki húðuð.
- Staðsetja skreytingu ekki þar sem litlir krakkar eða dýr ná til og ekki í gegnumtrekk.
- Hafa kertakveik ekki lengri en 1 sm þegar kveikt er á kerti.
- Geyma eldfæri á öruggum stað.
Þrátt fyrir að farið er eftir öllu ofangreindu þá mælum við alltaf með ledkertum frekar en lifandi. Ekki spillir fyrir að mörg þeirra er hægt að tímastilla eða nota fjarstýringu til að tendra á þeim.
Í upphafi aðventu er mikilvægt að fara yfir eldvarnir heimilisins. Ef þarf að kaupa eldvarnateppi, reykskynjara eða slökkvitæki þá er um að gera að skoða afslætti hjá frábærum samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu.