Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.06.2024

Leiðinda litir í veðurspám

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir verða meira og minna alla vikuna. Veðurviðvaranirnar eru óvenju þaulsetnar fyrir þennan árstíma en í raun væri líka varað við veðrinu þó svo vetur væri.

Hvassri norðanátt er spáð með ofankomu og kulda og verður veðrið leiðinlegast á Norður- og Austurlandi. Við hvetjum alla sem þurfa að keyra um landið á þessum tíma til að skoða færð og veður áður en lagt er af stað, aka að degi til meðan þjónusta Vegagerðarinnar er til staðar og virða lokanir á vegum.

Eins hvetjum við bændur til að huga að búfénaði sínum og taka það fé inn sem hægt er, garðyrkjubændur með útiræktun til að gera ráðstafanir og almenning til að ganga frá lausamunum utandyra.