Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 10.05.2024

Hjólum örugg inn í sumarið

Eitt af merkjum þess að sumarið nálgast er þegar hjólurum fjölgar dag frá degi.

Heilbrigður og góður ferðamáti
Heilbrigður og góður ferðamáti

Jákvæð breyting sem ánægjulegt er að sjá. Gott er að fara yfir öruggar hjólreiðar til að stuðla að slysalausum ferðum.  

Hjólið 

·        Tryggja að bremsur virki vel 

·        Athuga loftþrýsting dekkja en ráðlagðan þrýsting má sjá á hlið þeirra 

·        Fara yfir keðju og tannhjól og hreinsa 

·        Tékka á stillingum gíra 

·        Nota lás sem er með hátt öryggi 

·        Læsa í gegnum stell hjóls og við jarðfastan hlut 

Hjólarinn 

·        Tryggja sýnileika sinn 

·        Nota hjálm og passa að hann sé rétt stilltur þ.e. sitji beint ofan á höfði og hökuband ekki slakt 

·        Nota stefnumerki t.d. þegar á að stoppa og beygja 

·        Draga úr hraða þegar farið er yfir götu og vera viss um að bílstjóri sé meðvitaður 

·        Halda sig hægra megin á stígum og götu 

·        Taka fram úr vinstra megin 

·        Hafa heyrnartólbara í öðru eyranu 

·        Sýna öðrum vegfarendum tillitsemi 

Hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér afslætti á hjálmum og lásum hjá samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu.