Forvarnaráðstefna og Forvarnaverðlaun
Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í 14 sinn í Hörpunni á hlaupársdegi. Frábær mæting var á ráðstefnuna en um 270 mættu.

Á dagskrá voru sex erindi ásamt sjö stuttum myndböndum með viðtölum við stjórnendur ýmissa fyrirtækja, stofnanna og samtaka.
Rúsínan í pylsuendanum voru svo Forvarnaverðlaun VÍS sem voru með breyttu sniði í ár þar sem búið er að skipta þeim upp í tvo flokka það er flokk minni og stærri fyrirtækja.
Í flokki minni fyrirtækja fékk Faxaflóahafnir Forvarnaverðlaunin en Snæland og Tengir voru einnig tilnefnd.
Í flokknum stærri fyrirtæki fékk Skinney Þinganes Forvarnaverðlaunin en sveitarfélagið Múlaþing og Norðurorka voru einnig tilnefnd.