Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.03.2024

Erindi Forvarnaráðstefnu á vis.is

Við erum glöð með þau jákvæðu viðbrögð og ummæli sem við höfum fengið um Forvarnaráðstefnu okkar sem haldin var í Hörpu 29. febrúar.

Erindin á ráðstefnunni voru tekin upp og hafa þau verið birt á vis.is ásamt þeim örviðtölum sem voru flutt á ráðstefnunni.

Eins hafa ýtarlegar upplýsingar um þau tvö fyrirtæki sem fengu Forvarnaverðlaun VÍS verið settar inn ásamt upplýsingum um þau fjögur fyrirtæki sem fengu hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur í öryggismálum í sínum flokki.