Bergrún nýr yfirlögfræðingur VÍS trygginga
Bergrún Elín Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur VÍS trygginga.
Bergrún Elín var áður meðeigandi Fulltingi, lögfræðistofu sem sérhæfir sig í slysa- og skaðabótamálum. Stofan sinnir einnig málum er varða vátryggingarétt og vinnurétt, en Bergrún hóf þar störf árið 2008. Að auki, hefur hún sinnt kennslu í skaðabótarétti við Háskólann á Bifröst.
Bergrún er með meistaragráðu í viðskiptafræði (MBM) og meistarapróf í lögfræði (cand. Jur).
Hún hefur nú þegar hafið störf hjá VÍS tryggingum.
Bergrún Elín Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur VÍS trygginga:
„Ég er full tilhlökkunar að takast á við ný og spennandi verkefni hjá VÍS tryggingum. Félagið er á spennandi vegferð og með metnaðarfull markmið á markaði. Ég hlakka til að láta til mín taka á nýjum vettvangi.“
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS trygginga:
„Ég fagna komu Bergrúnar í frábæran hóp stjórnenda hjá félaginu. Ég er þess fullviss að reynsla hennar og menntun muni styrkja félagið til framtíðar.“