Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 08.02.2024

Áríðandi skilaboð til íbúa á Suðurnesjum

Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Suðurnesjum vegna rofs á afhendingu á heitu vatni þar.

Á vef Almannavarna eru eftirfarandi skilaboð sem mikilvægt er að komist til allra íbúa á Suðurnesjum:

  • Heitavatnslögnin er rofin sem veldur heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Nú er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki á Suðurnesjum spari allt rafmagn og heitt vatn.
  • Miðlunartankar geyma heitt vatn á svæðinu og nú þegar leiðslan er farin er það eina vatnið sem er eftir á svæðinu. Almannavarnir ítreka því mikilvægi þess að íbúar og fyrirtæki spari vatnið. Í markvissum sparnaði endast miðlunartankar væntanlega í 6 til 12 klukkustundir. Miðað við hefðbundna daglega notkun endast tankarnir í 3 til 6 klukkustundir.
  • Íbúar geta notað rafmagnsofn en Almannavarnir ítreka að hver eign má aðeins notast við einn rafmagnsofn. Rafkerfið þolir ekki meiri notkun. Ef öll setja ofna í gang í einu getur kerfið slegið út. Því er mikilvægt að íbúar fylgi fyrirmælum og noti aðeins einn rafmagnsofn til kyndingar.
  • Spurt og svarað vegna heitavatnsleysis.

Á vef HS Veitna er einnig að finna upplýsingar til íbúa:

Mikið hefur selst af gaskútum á svæðinu. Ef valið er að nota gashitun til upphitunar þarf að muna þá eldhættu sem getur skapast af henni og tryggja verður góða loftræstingu og alls ekki fara að sofa út frá henni.