Áfram góður árangur í UFS-mati
Skagi nær áfram góðum árangri í UFS-mati Reitunar og hlaut 80 stig (B1) sem er sami fjöldi stiga og félagið fékk á síðasta ári. Þetta telst góð einkunn og endurspeglar áherslur félagsins í sjálfbærni.
Skagi hlaut 88 punkta fyrir umhverfisþætti sem er hækkun um einn punkt milli ára, 90 punkta fyrir félagsþætti sem er sami fjöldi punkta milli ára og 76 punkta fyrir stjórnarhætti sem er hækkun um einn punkt milli ára. Hér má sjá stutta samantekt á niðurstöðum UFS-matsins.
Reitun framkvæmir UFS-áhættumöt fyrir innlendan markað þar sjálfbærni er metin út frá áhættu, stjórnun og árangri. Skagi hf. er fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við önnur félög á markaði. Meðaltal markaðarins er nú 71 stig af 100 mögulegum, eða flokkur B2.