Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 23.08.2023

VÍS hlýtur viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

Nýlega hlaut VÍS viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum.

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, og Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður VÍS.

Þann 22. ágúst síðastliðinn, hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina "Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum". Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland veittu viðurkenningarnar.

Við erum afar stolt að tilheyra þessum flotta hópi fyrirtækja enda skipta góðir stjórnarhættir okkar miklu máli.

Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

 • Arion banki hf.
 • Eik fasteignafélag hf.
 • Fossar fjárfestingarbanki hf.
 • Icelandair Group hf.
 • Íslandssjóðir hf.
 • Kvika banki hf.
 • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
 • Mannvit hf.
 • Reginn hf.
 • Reiknistofa bankanna hf.
 • Reitir hf.
 • Sjóvá hf.
 • Stefnir hf.
 • Sýn hf.
 • TM tryggingar hf.
 • Vátryggingafélag Íslands hf.
 • Vörður hf.
 • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.