Verður ,,stöðuvatn" á þinni leið?
Gríðarlegt vatn er víða að safnast upp á götum. Við hvetjum ökumenn til að gera allt til að komast hjá því að keyra út í þau stöðuvötn sem hafa myndast.
Varasamt er að keyra flesta bíla út í stóra polla en þó sérstaklega rafmagnsbíla vegna mögulegs tjóns á rafhlöðu bílsins. Ef ökumenn neyðast til þess að keyra út í vatnið er mikilvægt að fara með gát, aka rólega og vera í lágum gír.
Mikil hætta er á að bílar fljóti upp og ökumenn missi stjórn á bílnum ef ekið er hratt í stóra polla eða vatnsrásir á vegum úti. Eins getur vatnið byrgt ökumönnum sýn þegar það gengur yfir bílinn og aðra bíla sem eru í kring.
Sá klaki sem er víða á götum og bílastæðum verður flugháll við þessar aðstæður. Bílar renna auðveldlega á honum og eins við sjálf þegar við göngum á honum. Förum því varlega.