Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.01.2023

Vatnstjón víða

Vatnstjón hafa verið nokkuð algeng að undanförnu, ekki síst vegna frosthörku og svo þíðu í kjölfarið.

Nú er góður tími til þess að huga að forvörnum til þess að koma í veg fyrir vatnstjón, svo sem að moka snjóinn af svölunum og frá niðurföllum svo vatnið komist sína leið. Rétt er að minna á tjón, sem verður þegar vatn lekur inn að utan, eru ekki bótaskyld. Því viljum við hvetja þig til þess að gera allt sem þú getur til þess að koma í veg fyrir slík tjón svo sem að: 

  • Moka snjó af svölum
  • Moka snjó frá veggjum húsa
  • Moka frá niðurföllum
  • Búa til vatnsrásir að niðurföllum
  • Hreinsa snjó og klaka úr rennum – þó eingöngu án þess að setja sig í hættu

Dæmi um vatnstjón sem eru almennt ekki bætt: 

  • Leki með þaki
  • Leki með gluggum
  • Leki með svölum
  • Leki um sprungur á veggjum

Mikilvægt er að fyrirbyggja tjón eins og hægt er, en Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, ræddi nýlega vatnstjón og helstu forvarnir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis.  Við hvetjum þig eindregið til þess að hlusta.