Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 04.05.2023

Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli

Ríkislögreglustjóri ásamt Lögreglustjóranum á Suðurlandi hafa lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. 

Við hvetjum alla sem búa og eru að ferðast nærri Mýrdalsjökli til að fylgjast vel með fréttum og taka fullt mark á viðvörunum og lokunum sem hafa verið gefnar út. Jarðskjálftarnir eru óvenju stórir og því rétt að fylgjast vel með framvindunni og hvort annað fylgi í kjölfarið.  Rétt er þó að geta þess að hvorki hefur mælst gosórói né hlaupórói samhliða þessum jarðskjálftum.