Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 15.06.2023

Hluthafar VÍS samþykkja kaupin á Fossum

Hluthafar VÍS samþykktu kaupin á Fossum fjárfestingarbanka

Kaup VÍS á Fossum fjárfestingarbanka voru samþykkt með afgerandi niðurstöðu á hluthafafundi VÍS sem haldinn var miðvikudaginn 14. júní. sl.

Á hluthafafundinum var tillaga um hækkun hlutafjár félagsins um 245 milljónir króna að nafnverði vegna kaupanna samþykkt með 83% greiddra atkvæða. Hluthafar Fossa fá greidda 245 milljón nýja hluti í VÍS, sem nemur 12,62% hlutafjár eftir hlutafjáraukningu.

Samningaviðræður félaganna hófust í febrúar á þessu ári.