Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 30.08.2023

Fyrsta haustlægðin

Á föstudagskvöld og fram á laugardag heimsækir fyrsta haustlægðin okkur.

Fyrsta haustlægðin

Íbúar á Suður- og Vesturlandi ættu að undirbúa sig undir veðrið og má búast við góðum hvelli á Höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.

Við hvetjum alla til að nota fimmtudaginn og föstudaginn til að ganga frá lausamunum, allt frá garðhúsgögnum, trampólínum, ruslatunnum og lausamunum á vinnusvæðum. Mikið vatnsveður fylgir einnig veðrinu og er gott að ganga úr skugga um að niðurföll utandyra virki sem skyldi.

Í þeim vindstyrk sem er spáð borgar sig ekki að vera á ferðinni á farartækjum sem taka mikinn vind á sig eða vera með eftirvagn. Þungaflutningsbílstjóra og bílstjóra stærri farartækja eins og rútum og smárútum hvetjum við til að fara eftir varúðarviðmiðum vinda sem finna má á heimasíðu Vegagerðarinnar og VÍS.