Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 10.03.2023

Ársskýrsla VÍS 2022

Ársskýrsla VÍS fyrir árið 2022 er komin út. Ársskýrslan inniheldur einnig sjálfbærniuppgjör ársins.

Hagnaður ársins var 940 milljónir þrátt fyrir talsverðar áskoranir á eignamörkuðum. Hagnaður af vátryggingarekstri nam 694 milljónum og samsett hlutfall ársins var 99,2%.

Við unnum ýmsa sigra á árinu 2022

  • Við þróuðum nýtt vildarkerfi, nýtt app, lögðum aukna áherslu á að bæta upplifun viðskiptavina okkar
  • Við héldum stærstu forvarnaráðstefnu hér landi
  • Stafræn vegferð var á fullri ferð og nú skrást 80% allra tjónstilkynninga sjálfvirkt í kerfin okkar.
  • Ökuvísir hélt áfram að slá í gegn og hlaut verðlaun fyrir app ársins og tæknilausn ársins á Íslensku vefverðlaununum.
  • Við settum okkur metnaðarfull markmið í jafnréttismálum og urðum hæst allra tryggingafélaga í UFS mati Reitunar.

Sjá ársskýrslu 2022