Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 13.10.2022

VÍS hlýtur Jafnvægisvog FKA í fjórða sinn!

Við erum virkilega stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA í fjórða sinn á dögunum.

Frá afhendingu viðurkenningar Jafnvægisvogar FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA en viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Við erum því gríðarlega stolt af því að hafa hlotið viðurkenninguna þrisvar. Við styðjum heimsmarkmið fimm sem fjallar um jafnrétti kynjanna og því leggjum við mikla áherslu á málaflokkinn.

Anna Rós Ívarsdóttir er stolt af viðurkenningunni. „Undanfarin ár höfum við markvisst unnið að því að auka hlutfall kvenna á meðal stjórnenda VÍS. Þess vegna erum við stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA í fjórða sinn — en þetta er hvatningarverkefni sem miðar að því að hvetja fyrirtæki til þess að huga að jafnvægi kynjanna meðal stjórnenda. Við erum stolt af því að VÍS er sá vinnustaður þar sem bæði kynin hafa jafna möguleika — jafnrétti er nefnilega ákvörðun.“