Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 26.08.2022

VÍS til fyrirmyndar

Nýlega hlaut VÍS viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og hlaut um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Þetta skiptir okkur miklu máli því við leggjum mikla áherslu á góða stjórnarhætti.

Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, veitti viðurkenningunni móttöku.
Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, veitti viðurkenningunni móttöku.

Stjórnvísir, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland veita viðurkenningarnar og eru fyrirmyndarfyrirtækin 16 talsins. Þau eru í fjölbreyttri starfsemi og má þar nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, fjölmiðlarekstur og verkfræðiþjónusta. Fyrirtækin þykja vel að nafnbótinni komin enda þykja starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar. Við erum auðvitað gríðarlega stolt að tilheyra þessum flotta hópi.

Eftirtalin fyrirtæki eru Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

 • Arion banki hf.
 • Eik fasteignafélag hf.
 • Íslandssjóðir hf.
 • Kvika banki hf.
 • Landsbankinn hf.
 • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
 • Mannvit hf.
 • Reginn hf.
 • Reiknistofa bankanna hf.
 • Reitir hf.
 • Stefnir hf.
 • Sýn hf.
 • TM hf.
 • Vátryggingafélag Íslands hf.
 • Vörður hf.
 • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.