Vatnstjón í Hvassaleiti
Við hvetjum þá sem lentu í vatnstjóni í Hvassaleiti að tilkynna það til okkar sem allra fyrst. Í kjölfarið munum við hafa samband við alla tjónþola og meta tjón.

Þegar tilkynnt er um tjónið er mikilvægt að velja „Annað“ og „Ábyrgð“ þar sem um er að ræða ábyrgðartryggingu Veitna.
Þó er óljóst hvort VÍS sé bótaskylt en hvetjum þó alla til þess að tilkynna tjónið til okkar á þessu stigi málsins.