Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 27.09.2022

Tjón vegna bilunar í rafmagnsgötukassa í Urriðaholti

Við hvetjum viðskiptavini okkar sem lentu í tjóni vegna bilunar hjá HS Veitum að tilkynna það til okkar sem allra fyrst. Í kjölfarið munum við hafa samband um næstu skref.

Við beinum viðskiptavinum annarra tryggingafélaga  góðfúslega á að tilkynna tjónið til þeirra.

Þrátt fyrir að óljóst sé hvort bótaskylda úr tryggingu HS Veitna sé til staðar, þá hvetjum við alla til þess að athuga hvort tjónið fáist ekki bætt úr innbústryggingunni sinni.