Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.10.2022

Sýningin Íslenskur landbúnaður í Höllinni um helgina

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni núna um helgina 14.-16. október og verðum við með bás á staðnum.

Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni í landbúnaði og hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu.

Sýningin er jafnframt öflugur kynningarvettvangur þjónustufyrirtækja í landbúnaði og geta bændur og aðrir gestir kynnt sér það nýjasta í tækjum og hvers kyns rekstrarvörum fyrir landbúnaðinn.

Við leggjum áherslu á að bændur séu rétt tryggðir með þá fjölbreyttu starfsemi sem er í sveitum og verðum á staðnum og tökum vel á móti öllum í bás B26. Kíktu endilega á okkur ef þú vilt fara yfir þínar tryggingar, taka þátt í lukkuleik sem við verðum með eða bara til að kasta á okkur kveðju.

Sýningin verður opin sem hér segir:

  • Föstudagur: 14. október, kl. 14-19
  • Laugardagur: 15. október, kl. 10-18
  • Sunnudagur: 16. október, kl. 10-17

Hlökkum til að sjá ykkur!