Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.11.2022

Skautum ekki inn í veturinn!

Góð dekk eru einn af mikilvægustu öryggisþáttum ökutækja.

Góð vetrardekk eru gríðarlega mikilvæg.

Það er eina vitið að rúlla inn í veturinn á góðum dekkjum. Góð dekk eru einn af mikilvægustu öryggisþáttum hvers ökutækis. Þau auka meðal annars stöðugleika, stytta hemlunarvegalengd, minnka líkur á að bíllinn fljóti upp í bleytu og krapa og eyðsla bílsins verður minni.

Við mælum með að skoða hvort vetrardekkin séu í lagi fyrir veturinn og kanna:

  • Mynsturdýptina — en hún á að vera að lágmarki þrír millimetrar á dekkinu öllu.
  • Loftþrýstinginn — en hann þarf að vera réttur og sá sami á öllum dekkjum.
  • Þrífa dekkin með dekkjahreinsi til þess að fjarlægja tjöru.

Ef þú þarft að endurnýja dekkin þá veita Sólning, Harðkornadekk og Betra grip viðskiptavinum okkar sem eru í Vildarkerfi VÍS afslátt. Upplýsingar um afslætti getur þú skoðað í nýja VÍS appinu okkar en þú getur sótt appið fyrir Android hér og fyrir iOS hér.

Förum varlega í vetur.