Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 29.12.2022

Kveðjum árið örugg

Flugeldar hafa lengi verið órjúfanlegur hluti áramóta okkar. Þeir gleðja augað en mikilvægt er að fara varlega og umgangast þá að virðingu.  

Munum að það er ekki sniðugt að fikta með flugelda og við ættum aldrei að gera slíkt.  

Förum varlega með flugeldana og höfum eftirfarandi í huga: 

 • Lesum leiðbeiningar og fylgjum þeim. 
 • Virðum aldursmörk og pössum upp á börnin. 
 • Munum að áfengi og flugeldar eiga aldrei samleið. 
 • Gæta að dýrum. Höfum þau innandyra með kveikt á tónlist og ljósum. 
 • Notum öll öryggisgleraugu. 
 • Notum ullar- eða skinnhanska, líka ef á bara að halda á blysi. 
 • Virðum fjarlægðarmörk frá skotstað, a.m.k. 20 metra. 
 • Geymum flugelda fjarri skotstað.  
 • Notum traustar undirstöður og slétt undirlag fyrir standblys og skotkökur. 
 • Ef skotkaka er í kassa, skerum flipa kassans af áður en skotið er. 
 • Kveikjum í með útréttri hendi og víkjum strax frá. 
 • Ef flugeldar virka ekki sem skyldi. Látum þá vera í nokkrar mínútur og hellum síðan vatni yfir.

Njótum áramótanna og stækkum það góða og jákvæða í kringum okkur með því að setja athyglina á það. Með ósk um gott og heillaríkt ár.