Er allt klárt fyrir veturinn?
Mikilvægt er að ganga vel frá eftirvagni fyrir vetrargeymsluna til að ekkert skemmist eða fari illa yfir veturinn.

Hvað þarf að gera áður en hjólhýsið fer inn í vetrargeymslu?
- Tæma allar vatnslagnir, bæði neysluvatn og salerni
- Skilja krana eftir opna
- Taka allan mat úr vagninum sem getur skemmst
- Láta dýnur standa upp á rönd
- Draga fyrir glugga
- Hafa skápahurðar opnar
- Láta ísskáp og frystihólf standa opið
- Fjarlægja rafgeymi og hlaða hann annan hvern mánuð eða setja hann í vaktara
- Taka sólarsellu úr sambandi
- Aftengja gaskúta
En fellihýsið?
- Tæma allar vatnslagnir
- Skilja krana eftir opna
- Taka allan mat úr vagninum sem getur skemmst
- Þrífa ísskáp vel
- Ef sólarsella er til staðar aftengja hana
- Fjarlægja rafgeymi og hlaða hann annan hvern mánuð eða setja hann í vaktara
- Aftengja gaskúta
Hvað með tryggingar?
Við mælum með því að húsvagnatrygging okkar sé til staðar yfir allt árið. Með henni er vagninn er tryggður fyrir næstum öllum skyndilegum og utanaðkomandi atvikum í geymslunni eins og þegar eitthvað dettur á vagninn, einhver keyrir utan í hann, kviknar í, vatn lekur í geymslunni, einhver brýst inn í vagninn, foktjón verður á geymslu og hrynur á vagninn en ef hann er geymdur úti þá eru foktjón undanskilin frá 1. okt til 30. apríl.