Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.08.2022

Á að fara að gosstöðvunum?

Búast má við að margir leggi leið sína næstu daga að gosstöðvunum. Við hvetjum alla til að fara eftir útgefnum ráðleggingum.

Ef leggja á í hann er mikilvægt að huga vel að útbúnaði, gæta að hugsanlegri gasmengun, skoða veðurspá og láta vita af ferðum sínum. Útbúnaður sem getur komið að góðum notum er:

  • Góðir gönguskór
  • Hlýjan fatnað og helst ekki minna en tvö lög
  • Húfa
  • Vettlinga
  • Vind- og vatnshelda skel
  • Bakpoka
  • Nesti
  • Heitt og kalt vatn
  • Fullhlaðinn síma og hleðslubanka
  • Göngustafi
  • Höfuðljós

Við hvetjum alla til að fara með varlega og muna að kapp er best með forsjá.