Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 18.05.2021

„Við viljum vera til fyrirmyndar"

VÍS er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2021.

Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS, tekur á móti viðurkenningunni.

VÍS er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2021. VÍS tilheyrir hópi stórra fyrirtækja með 70 starfsmenn eða fleiri.  Fimmtán efstu sætin í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki og er VÍS eitt þeirra. 

Þetta er í þriðja skiptið sem VÍS fær viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki VR en á síðasta ári fékk félagið jafnfram nafnbótina Fyrirtæki ársins, en þá var félagið í einu af fimm efstu sætunum. Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS, er ánægð með viðurkenninguna. „Við erum gríðarlega stolt af þessum árangri því við viljum vera til fyrirmyndar. VÍS er framúrskarandi vinnustaður og það er gott að fá staðfestingu á því."

Þess má geta að niðurstaðan byggir á könnun sem send er á alla félagsmenn VR og þúsundir annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Könnunin er ein viðamesta vinnumarkaðskönnun sem gerð er hér á landi.