Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 17.05.2021

Veistu hvað ungmenni mega bera þunga poka?

Nýlega tóku nokkur hress ungmenni í grunnskóla Grundarfjarðarbæjar þátt í öryggisnámskeiði fyrir vinnuskóla sveitarfélagsins.

Kennslan þótti takast vel.

Námskeiðið er afrakstur forvarnarsamstarfs VÍS, Vinnuverndarskóla Íslands og Grundarfjarðarbæjar. Þetta er sannkallað brautryðjendastarf þar sem kastljósinu er beint að vinnuverndar- og öryggismálum hjá ungu fólki, til dæmis slysavarnir, notkun persónuhlífa, líkamsbeitingu og vellíðan í vinnu.

Niðursokkin ungmenni í öryggisnámskeiðinu.

Þetta er sjálfsnám fyrir ungmenni sem eru fara hefja sumarstarf í vinnuskóla sveitarfélagsins. Námskeiðið fór að mestu leiti fram á netinu gegnum spjaldtölvur og snjallsíma. Ungmennin voru einbeitt á námskeiðinu í snjalltækjunum sínum og tóku allir námið á sínum hraða.

Mikil ánægja var með námskeiðið og ljóst er að ungmenninn eru vel undirbúin fyrir störfin framundan í vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar.