Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 26.08.2021

Skólabörn á ferð og flugi

Þar sem skólastarf er hafið og umferð víða að þyngjast hvetjum við ökumenn til að sýna tillitssemi og fara að öllu með gát, sérstaklega í og við skólalóðir.

Þar eru vegfarendur sem taka oft á tíðum óvæntar og ófyrirséðar ákvarðanir og því þarf athyglin að vera öll við aksturinn.

Við hvetjum foreldra til að fara yfir þær hættur sem leynast í umferðinni með börnum sínum. Ekki aðeins þeim sem yngri eru heldur einnig þeim eldri þar sem notkun rafhlaupahjóla og vespa hefur aukist mjög að undanförnu en mikilvægt er að ferðamátarnir séu rétt notaðir.

  • Hver sé öruggasta leiðin í skólann.
  • Að umferðareglur þurfi alltaf að virða, en ekki bara stundum.
  • Að þau séu viss um að aðrir vegfarendur viti af þeim t.d. þegar þau fara yfir götu eða hjóla fram hjá öðrum.
  • Vera meðvituð um truflunina sem heyrnatól og sími hafa í umferðinni.
  • Tryggja sýnileika með endurskini eða ljósum.
  • Nota ávallt öryggisbúnað þegar við á eins og bílbelti, bílstól og hjálm.

,