Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 06.01.2021

Til íbúa Akraness

Við uppdælingu sements hjá Sementsverksmiðjunni í gær gerðust þau mistök að sement fauk yfir nærliggjandi hús og bíla.

Lentirðu í tjóni vegna sementsfoks á Akranesi? Tilkynntu tjónið til okkar á vis.is

Nú er verið að vinna að því að ná utan um umfang tjónsins og öflugt hreinsunarstarf á sér stað á Akranesi. Sementsverksmiðjan er tryggð hjá VÍS og því hvetjum við þá sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni, að tilkynna það á vis.is.

Mikilvægt er að bregðast hratt og örugglega við svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna hreinsunarstarfs.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 560 5000 eða senda okkur tölvupóst á vis@vis.is

Starfsfólk VÍS


,