Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 19.07.2021

Hringtorg vefjast fyrir

Þau sem taka við tjónstilkynningum hjá VÍS hafa tekið eftir að tjón í hringtorgum eru áberandi þessi misserin.

Tjón þar sem ágreiningur er oft á milli ökumanna hver á réttinn og endar oft í helmingsskiptingu í tjónsuppgjöri. Þegar tölur eru rýndar kemur í ljós að núna erum við komin í 80% af fjölda skráðra tjóna í hringtorgum miðað við sama tíma í fyrra. Algeng atvik þar má nefna er ökumaður á ytri hring veitir ekki forgang þeim sem er á útleið úr innri hring. Nú hefur umferð aukist aftur eftir COVID og því ekki úr vegi að rifja upp helstu reglur sem gilda um hringtorg, sér í lagi þar sem eru tvær akreinar.

  • Ökumaður í ytri hring skal veita þeim sem ekur í innri hring forgang út úr hringtorgi.
  • Ökumaður á að velja ytri hring ætli hann að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum.
  • Óheimilt er að skipta um akrein við hringtorg.
  • Óheimilt er að skipta um akrein þ.e. á milli ytri og innri hrings í hringtorgi.
  • Notkun stefnuljósa í hringtorgum segir öðrum hvert ferð er heitið, eykur umferðaflæði og minnkar líkur á tjónum.