Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 28.07.2021

Förum að öllu með gát um helgina

Aftur sér Covid um að breyta plönum margra um Verslunarmannahelgina.

Hvað sem taka á sér fyrir hendur gleymum ekki sóttvörnunum og förum með gát í umferðinni þar sem hraði, þreyta, athygli og vímuefni eru helstu áhrifaþættir slysa. Gerum allt sem við getum til að koma heil heim og höfum í huga að:

  • Bíllinn sé í lagi.
  • Skoða veðurspá og gera ráðstafanir ef miklar vindhviður eru í kortum.
  • Sýna öðrum tillitssemi í umferðinni.
  • Ökumaður sé úthvíldur og allsgáður.
  • Allir í bílnum séu í réttum öryggisbúnaði.
  • Athyglin sé við aksturinn.
  • Hámarkshraði sé virtur.
  • Nægt bil sé á milli bíla.
  • Framúrakstur sé eingöngu framkvæmdur við öruggar aðstæður.