Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 02.03.2021

Akstur krefst fullrar athygli

Líklega geta allir tekið undir það að hafa verið í umferðinni með athyglina á öðrum stað og eitthvað óvænt gerst sem mátti sjá fyrir.

Það er nefnilega svo einfalt að umferðin krefst þess að við séum úthvíld og með fókusinn á réttum stað. Sá þáttur sem án efa tekur mesta athygli frá okkur í umferðinni er síminn. Hér á landi er öku­mönn­um óheim­ilt að tala í síma við akst­ur án hand­frjáls­ búnaðar. En skiptir það öllu? Rann­sókn­ir sýna að notk­un hand­frjáls búnaðar eyk­ur ekki um­ferðarör­yggi heldur er það sím­talið sjálft sem hef­ur trufl­andi áhrif á akst­ur­inn en ekki bara það að vera með aðra hönd á stýri til að halda á sím­an­um.

Það er ákvörðun öku­manna hvort þeir tali í sím­ann við akstur eða sleppi því al­veg. Hringi frekar þegar bíll­inn hef­ur verið stöðvaður og stuðli þannig að auknu ör­yggi sínu. Aftur á móti ætti aldrei að lesa eða senda skilaboð um leið og ekið er eða sinna öðru í síma sem krefst þess að augun séu tekin af veginum. Á 90 km/klst. jafngildir að ekið sé blindandi yfir fótboltavöll ef horft er á símann í um 5 sekúndur sem er meðaltími þess sem ökumenn líta af veginum og á símann til að lesa eða senda skilaboð. Ökuvísir, sem lítur dagsins ljós í vikunni, hjálpar þér til við að sleppa tökum á símanum við aksturinn


,