Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 08.07.2021

Af hverju að bakka í stæði?

Algengustu ökutækjatjón hjá VÍS eru þau sem eiga sér stað þegar bakkað er.

Tjón sem eru sjaldnast alvarleg en ansi svekkjandi. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á þessum tjónum til muna. Þá er bakkað inn á öruggt svæði miðað við þegar bakkað er út úr stæði inn á svæði þar sem búast má við bílum úr nokkrum áttum ásamt hjólandi og gangandi fólki.

Mörgum finnst þeir vera óöruggir þegar bakkað er í stæði en þar eins og í mörgu öðru skapar æfingin meistarann. Við hvetjum alla til þess að bakka ávallt í stæði þegar þess er kostur - það margborgar sig.