Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 10.11.2020

Yfir Laugardalsvöll endilangan ef þú rétt kíkir á símann

Mikil hætta stafar af því þegar ökumenn eru ekki með fulla athygli við aksturinn.

Ágúst Mogensen sérhæfir sig í umferðaröryggismálum.

Alltof algengt er að ökumenn noti farsímann undir stýri, samkvæmt nýlegri könnun sem var framkvæmd fyrir VÍS. Ágúst Mogensen, sem er sérfræðingur í forvörnum og sérhæfir sig í umferðaröryggismálum, segir að mikil hætta stafi af því þegar ökumenn eru ekki með fulla athygli við aksturinn.

Hann fjallaði um könnunina og forvarnir í viðtali við Síðdegisútvarpið. Þar kom fram að könnunin bendir til þess alltof margir freistist til þess að nota símann á meðan þeir keyra. Ágúst sagði að við gætum bætt okkur töluvert í þessum efnum því hættan sem stafar af notkun farsímans undir stýri gerir það að verkum að allt viðbragð verður seinna, því athyglin er einfaldlega ekki til staðar.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að farsímanotkun undir stýri auki margfalt hættuna á umferðarslysi því ökumaðurinn er bregst alltof seint við hættu og stígur seinna á bremsuna. Ágúst sagði að ökumenn átti sig ekki almennilega á hættunni sem farsímanotkun hefur í för með sér. Hann nefndi að ef ökumaður myndi rétt kíkja á símann í fimm sekúndur væri hann búinn að keyra vegalengd sem jafngilti því að keyra Laugardalsvöll endilangan, ef við gefum okkur keyrslu á þjóðveginum á 90 km hraða.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Hann var einnig á línunni Í bítinu á Bylgjunni. Viðtalið byrjar á 1:45:00 og hægt er að hlusta hér.


,